Eggnog!

December 12, 2024

Eggnog!

Eggnog!
Eitt af því sem ég hef aldrei prufað, bara aldrei en oft heyrt talað um þetta. Flokkast ekki undir íslenska hefð, frekar komið frá ameríku og maður sér oft í jólamyndum þaðan, á maður að hætta sér í þetta.

1,5 lítri

250 ml koníak
150 ml ljóst romm 
6.stk egg
200-300 gr sykur
700 ml mjólk
350 ml rjómi
skraut, múskat

Aðferð:
Byrjið á að brjóta eggin og taka rauðurnar frá hvítunum og setja þær í stóra skál. Hrærið þeim saman með rafmagnsþeytara og bætið sykrinum smátt og smátt saman við eggjarauðurnar þar til blandan er byrjuð að þykkna og taka á sig ljósan lit. Það þarf ekki að vera að allur sykurinn sé notaður. Bætið síðan mjólkinni og rjómanum saman við, einnig smátt og smátt á meðan hrært er.

Að lokum er áfenginu bætt saman við og öllu hrært saman og skálinni lokað og hún sett í ísskáp í smá stund eða þar til eggnog ið er orðið hæfilega kalt. 

Berið fram í fallegum bollum eða púns glösum og stráið rifnu múskati yfir.

Ljósmynd:Shutterstock

Velkomið að deila áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Drykkir

Heitt súkkulaði fyrir fullorðna
Heitt súkkulaði fyrir fullorðna

February 11, 2020

Heitt súkkulaði fyrir fullorðna
Heitt súkkulaði er oft vinsælt yfir vetratímann og margir sem njóta þess bara með rjóma á meðan öðrum finnst gott að bæta smá extra.

Halda áfram að lesa